Víðsjá

Verðlaunaljóðabók, Ótti markmannsins, Við kvikuna, Undirniðri og Carlo

Í Víðsjá í dag verður rætt við Ragnheiði Lárusdóttur sem í gær tók við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina 1900 og eitthvað.

Gauti Kristmannsson fjallar um skáldsöguna Ótti markmannsins við vítaspyrnu eftir austuríska rithöfundinn Peter Handke sem kom nýlega út í íslenskri þýðingu Franz Gíslasonar.

Bók vikunnar á Rás eitt þessu sinni er Við kvikuna, sem inniheldur 156 örsögur eftir 59 höfunda rómönsku Ameríku í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur en bókin kom út í ritröð einmálaútgáfna hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur síðastliðið vor. Hlustendur heyra í Kristínu í Víðsjá í dag.

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar í pistli um myndlistarsýninguna Undirniðri í Norræna húsinu og einnig verður sagt frá nýjasta dýrlingi Kaþólsku kirkjunnar, hinum unga Carlo Acutis sem tekinn var í heilagra manna tölu um síðustu helgi.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.

Birt

14. okt. 2020

Aðgengilegt til

14. okt. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.