Víðsjá

Peter Handke, pólitískur þjófnaður, Svava Jakobsdóttir og Upphaf

Víðsjá 6. Október 2020

Nýlega kom út á íslensku hjá bókaforlaginu Uglu ein þekktasta skáldsaga austuríska rithöfundarins og Nóbelsverðlaunahafans Peters Handkes, Ótti markmannsins við vítaspyrnu. Franz Gíslason þýddi verkið á íslensku en Jón Bjarni Atlason bjó þýðinguna til prentunar og ritar eftirmála um þennan merka höfund og verk hans. Rætt verður við Jón í Víðsjá í dag.

Snæbjörn Brynjarsson segir hlustendum skoðun sýna á leikverkinu Upphaf eftir David Eldridge sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu á döguna.

Rödd Svövu Jakobsdóttur fær hljóma í þættinum en á sunnudag voru 90 ár liðin frá fæðingu hennar. Við heyrum Svövu lesa brot úr Leigjandanum, skáldsögu frá 1969.

Jafnframt verður fjallað um kongólska aktivistann Mwazulu Diyabanza sem mætti fyrir dóm í síðustu viku ákærður fyrir þjófnað inni á frönsku safni fyrr á árinu.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson

Birt

6. okt. 2020

Aðgengilegt til

6. okt. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.