Víðsjá

Einingahús, Guston, Ekkert er sorglegra og Barbarar

Í Víðsjá dagsins verður rætt er við Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt um sýninguna PREFAB / FORSMÍÐ sem opnaði um liðna helgi í Skaftelli, Menningarmiðstöð Austurlands. Á sýningunni er farið yfir fagurfræði og sögu norsku einingahúsanna sem risu við Seyðisfjörð í byrjun síðustu aldar, auk einingahúss eftir Le Corbusier og norsku arkitektana Rintala Eggertsson.

Bók vikunnar þessu sinni er skáldsagan Beðið eftir barbörunum eftir nóbelskáldið John Maxwell Coetzee. Tveir þýðendur komu verkinu, þau Sigurlína Davíðsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson, og segja þau frá bókinni í Víðsjá dagsins.

Snæbjörn Brynjarsson segir frá upplifun sinni af samtímaóperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan sem frumsýnd var á dögunum í Tjarnarbíói og er eftir Friðrik Margrétar Guðmundsson og Adolfs Smára Unnarssonar.

Ennfremur verður fjallað um umdeilda myndlistarsýningu sem farin er valda titringi löngu áður en hún er komin upp, en á dögunum bárust fréttir um það sýningu sem átti fara í fjögur mikilvæg myndlistarsöfn, vestan hafs og austan, hefði verið slegið á frest vegna viðkvæms myndefnis. Við segjum frá listamanninum Philip Guston í þætti dagsins og ræðum við Hallgrím Helgason rithöfund um Guston og verk hans.

Birt

29. sept. 2020

Aðgengilegt til

29. sept. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.