Víðsjá

Áfallalandslag, Ragnar í Mílanó, Oleanna og fornleifar

Í Víðsjá í dag verður meðal annars haldið í heimsókn í Listasafn Reykjanesbæjar og rætt við nýjan safnstjóra safnsins, Helgu Þórsdóttur, sem tók við rekstri þess fyrr á árinu. Þar er uppi sýningin Áfallalandslag en á henni eiga verk Ósk Vilhjálmsdóttir, Halldór Ásgeirsson, Rannveig Jónsdóttir og Gjörningaklúbburinn. Listasafnið hefur nýverið stækkað nokkuð þegar annar salur var tekinn undir samtímamyndlist þar á bæ.

Hugað verður listaverki eftir Ragnar Kjartansson í kirkju einni í Mílanó.

Leiklistargagnrýni: Snæbjörn Brynjarsson segir hlustendum skoðun sína á leikritinu Oleanna eftir David Mamet sem er fyrsta frumsýning Borgarleikhússins á nýju starfsári.

Þjóðminjasafnið verður einnig heimsótt í þættinum en þar er sýningin Saga úr jörðu uppi. Hrönn Konráðsdóttir fornleifafræðingur segir sýningunni sem rekur sögu fornleifarannsókna á Hofsstöðum í Mývatnssveit.

Fjallað um bók vikunnar sem er endurtekin - Farenheit 451eftir Ray Bradbury. Þórdís Bachmann segir frá bókinni (endurtekið)

Birt

22. sept. 2020

Aðgengilegt til

22. sept. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.