Víðsjá

Halldór Pétursson, konur í kvikmyndum 1, smáspeki og holræsi

Víðsjá 10.9.2020

Í Víðsjá í dag verður haldið í Þjóðminjasafn Íslands til skoða sýninguna Teiknað fyrir börnin sem verður opnuð í myndasal safnsins um helgina. Þar gestir innsýn í myndheim Halldórs Péturssonar sem myndskreytti fjölann allan af bókum á sinni tíð, teiknaði forsíður vinsælla tímarita, vann frímerki og peningaseðla og teiknaði andlitsmyndir. Guðrún Elsa Bragadóttir hefur pistlaröð sína um íslenskar konur í kvikmyndaiðnaðinum og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, nýr sjónrýnir Víðsjár, kveður sér hljóðs og segir hlustendum frá fyrirbærinu Minisophy eða Smáspeki sem hönnuðurinn Katrín Ólína og heimspekingurinn Sigríður Þorgeirsdóttir standa að. Auk þessa verður í Víðsjá dagsins fjallað, gefnu tilefni, um holræsi, skítkast og farsóttir.

Umsjón: Guðni Tómasson

Birt

10. sept. 2020

Aðgengilegt til

10. sept. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.