Víðsjá

Fegurðin er ekki skraut, hljóðritanir RÚV með Sinfó og Hrafnkell Sigur

Víðsjá 8. september 2020

Í Víðsjá í dag verður rætt við Æsu Sigurjónsdóttur og Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur um bókina Fegurðin er ekki skraut sem fjallar um íslenska samtímaljósmyndun. Hreinn Valdimarsson og Bjarni Rúnar Bjarnason segja nánar frá samstarfi Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands en við þá var rætt í afmælisveislu stofnanna tveggja, Klassíkin okkar, sem fór fram á föstudag. Myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson segir frá sýningu sinni Freeze frame (fæðing guðanna) sem hefur verið opnuð í Ásmundarsal.

Umsjón Guðni Tómasson

Birt

8. sept. 2020

Aðgengilegt til

8. sept. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.