Víðsjá

Margrét Blöndal, Ari Ólafsson, Svartagallsraus og Tjarnarbíó

Víðsjá heimsækir í dag i8 gallerí og ræðir við Margréti Blöndal myndlistarkonu um sýningu hennar Loftleik sem opnuð verður þar í galleríinu síðdegis. Einnig verður litið inn í Tjarnarbíó og rætt við Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóra og Sindra Þór Sigríðarson, markaðsstjóra, um leikárið framundan og skapandi vinnu á undarlegum tímum.

Ari Ólafsson, ungtenór, heldur sína fyrstu klassísku tónleika á Íslandi í Salnum Kópavogi á sunnudaginn. Ari er ljúka námi við The Royal Academy of Music í London og hefur verið ráðinn tímabundið hjá óperunni í Gautaborg á næsta ári. Ari verður gestur Víðsjár í dag. Og Gauti Kristmannsson flytur pistil um svartagall hausti.

Umsjón Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.

Birt

3. sept. 2020

Aðgengilegt til

3. sept. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.