Víðsjá

Andri Snær og Sigurbjörg Þrastar, Gangurinn og Helgi Þorgils og Herman

Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn til Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistarmanns en hann er setja upp sýningu í Ganginum, heimagalleríi sínu sem á sér orðið 40 ára sögu. Á afmælissýningu sem hann opnar á morgun eiga verk fjölmargir þeirra erlendu listamanna sem hafa sýnt hjá Helga í gegnum tíðina. Rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Sigurbjörg Þrastardóttir koma í heimsókn og ræða um sköpunarverk sín á tímum Kórónaveirunnar. Farið verður í stutta heimsókn til Parísar, gefnu tilefni. Og Hermann Stefánsson rithöfundur hefur flutt pistla í Víðsjá á tímum kófs, hann lítur í dag um öxl og skoðar nýliðinn tíma.

Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson

Birt

28. maí 2020

Aðgengilegt til

28. maí 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.