Víðsjá

Grímur Thomsens, viðsnúinn Bach, Eggert Péturson og Merete Pryds Helle

Í Víðsjá í dag verður þess meðal annars minnst á föstudag, þann 15. maí síðastliðinn, voru 200 ár liðin frá fæðingu skáldsins Gríms Thomsens. Gestur þáttarins af því tilefni verður Kristján Jóhann Jónsson bókmenntafræðingur. Sunna Ástþórsdóttir fjallar um heimildarmyndina „Eins og málverk eftir Eggert Pétursson“ sem fjallar eins og nafnið gefur til kynna um listmálarann Eggert Pétursson og verk hans. Viðsnúin listaverk koma við sögu í þættinum í dag gefnu tilefni. Og bók vikunnar á Rás 1 þessu sinni er skáldsagan Það sem baki býr eftir danska rithöfundinn Merete Pryds Helle en sagan kom út í íslenskri þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur árið 2018. Magnea segir frá verkinu í Víðsjá í dag.

Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson

Birt

19. maí 2020

Aðgengilegt til

19. maí 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.