Útvarpsperlur: Tívolí í Vatnsmýrinni

Útvarpsperlur: Tívolí í Vatnsmýrinni

Heimildaþáttureftir Sigríði Arnardóttur um Tívolí sem starfrækt var 1946-1964. Lesið upp úr gömlum blaðagreinum um tívolíið. Talað við Baldur Georgs sem skemmti þar sem Baldur og Konni í 17 ár.

Ásgeir Sigurgestsson sálfræðingur ólst upp við hlið Tívolísins og segir hann frá æskuminningum sínum. Júlíus Hafstein rekur minningar sínar úr æsku sem tengjast Tívolíinu og rætt við Heiðar Jónsson snyrti um fegurðarsamkeppnir sem haldnar voru í Vetrargarðinum í Tívolí. Lesari í þættinum er Kristján Franklín Magnús.

Þátturinn var áður á dagskrá 1994.