Útvarpsleikhúsið: Wesele!

Útvarpsleikhúsið: Wesele!

Útvarpsleikhúsið býður upp á hlustunarpartí í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Í þáttaröðinni Wesele hitta hlustendur fyrir níu fjölskyldur sem búa á Íslandi, fjölskyldur af ýmsum stærðum og gerðum. Fjölskyldumeðlimir spila tónlist eigin vali og segja sögu sína. Wesele! er upptaktur samnefnds viðburðar sem fram fer á vegum Listahátíðar með vorinu.

Umsjón: Wiola Ujazdowska, Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Roberts.

Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Ljósmynd: Leifur Wilberg Orrason.