Úr gullkistunni

Úr gullkistunni

Þátturinn Úr gullkistunni sem er á dagskrá Rásar 1 öðru hverju á sunnudögum klukkan 17.30 flytur hlustendum úrvalsefni frá fyrri tíð sem varðveitt er í safni Ríkisútvarpsins. Hér eru erindi og upplestrar af ýmsu tagi sem staðist hafa tímans tönn og heyra raddir fólks sem setti svip á dagskrána á fyrri tíð en er margt horfið af sjónarsviðinu. – Umsjón: Gunnar Stefánsson