Úr gullkistunni

Úr gullkistunni

Á Rás 1 klukkan 17.30 á sunnudögum í vetur verður þátturinn Úr gullkistunni í umsjón Gunnars Stefánssonar. Í þættinum er flutt ýmiss konar talað mál úr segulbandasafni Útvarpsins, erindi, viðtöl og upplestrar sem varðveist hafa frá fyrri tíð. Fyrsti þátturinn er á dagskrá sunnudaginn 16. september og verður þar flutt sýnishorn af efni sem Björn Th. Björnsson listfræðingur flutti, en hann lést fyrir skömmu. Björn var einn af snjöllustu útvarpsmönnum síns tíma, sat lengi í útvarpsráði og flutti oft erindi og tók saman dagskrár um myndlist og ýmislegt annað menningarsögulegt efni.