Týndur í miðri Reykjavík í 40 ár

Týndur í miðri Reykjavík í 40 ár

Fjallað er um leitina gröf Páls Ólafssonar nýlega fannst í Hólavallakirkjugarði .

Umsjón: Bergljót Baldursdóttir.

Tæknivinna: Hrafnkell Sigurðsson.

Í þættinum er fjallað um leitina gröf Páls og konu hans Ragnhildar Björnsdóttur og ást Páls á Ragnhildi en hann orti til hennar yfir 500 ljóð. Rætt við Ágúst H Bjarnason, grasafræðing, Ásdísi og Hildi Kalman langafadætur Páls og Ragnhildar Björnsdóttur konu hans sem liggur í sömu gröf, Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðing, Heimi Janusarson umsjónarmann Hólavallagarðs og Jón Benedikt Guðlaugsson, sem einnig les ljóð Páls. Lögin sem leikin eru í þættinum eru: Mig langar svo lifa og vaka, Á ástarkodda og Sæll var ég þá, af geisladiskinum Söngur riddarans þar sem flutt eru lög við ljóð Páls. Þórarinn Hjartarson og Ragnheiður Ólafsdóttir flytja ásamt tónlistarmönnunum Hjörleifi Valssyni fiðluleikara, Reyni Jónassyni harmonikuleikara, KK gítarleikara og Birgir Bragason bassaleikara . Einnig flytur kór Áskirkju Ó blessuð vertu sumarsól.

Ljóðin sem lesin eru í þættinum: Skammarvísa. Gakk þú Bjarni lagða leið, Maður breytist, Kvæðalaunin, Þeir segja, þeir hvísla þeir suðrænu vindar, Á alþingi sitja, Við lækinn, Veistu ekki það er baldursbrá, Illa dreymir drenginn minn, Þögul nóttin, Vertu óhrædd þótt vanginn þinn fölur, Dagur liðinn komið er kvöld kalt er á vegamótum, Heyrnarleysi er mikið mein, Allar nætur yrki ég, Hárgreiðustaðir og Um skáldin.