Trýnaveður

Trýnaveður

Jochum M. Eggertsson, sem tók sér síðar listamannsnafnið Skuggi, réri sem hálfdrættingur á opnum bát úr Láturdal við Patreksfjörð tólf ára gamall. Í smásögunni Trýnaveður lýsir hann því er hann lenti í mannskaðaveðri 12. júní 1908.

Jochum las þessa sögu 25. mars 1962, en hún hlaut fjórðu verðlaun í ritgerðarsamkeppni útvarpsins það ár. Jochum sendi söguna inn undir dulnefninu Úlfur Uggason.

Umsjónarmaður les formála á undan sögunni.

Umsjón: Árni Matthíasson.

,