Tónlistarhátíð Rásar 1

Tónlistarhátíð Rásar 1

Tónlistarhátíð Rásar 1 er haldin í fjórða sinn í ár og Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld, er listrænn stjórnandi þessu sinni.

Þema hátíðarinnar í ár er Þræðir og hverfist um hugleiðingar um tímann með sérstöku tilliti til 90 ára afmælis RÚV og 250 ára fæðingarafmælis Beethovens.

Pöntuð voru fjögur tónverk sem tónlistarhópurinn Elektra flytur á tónleikum.

Tónskáldin fjögur koma úr nokkuð ólíkum áttum. Þau eru Haukur Þór Harðarson, Högni Egilsson, Sóley Stefánsdóttir og Veronique Vaka. Þau vinna með þema hátíðarinnar hvert á sinn hátt og tengingin við tímann birtist á ólíkan hátt í verkum þeirra. Veronique Vaka beinir sjónum Beethoven með tengingu við landslag tónlistar hans. Sóley Stefánsdóttir sækir innblástur í sögu kvenna í aldanna rás. Högni Egilsson vinnur með náttúrulegan takt tímans í formi fótspora. Haukur Þór Harðarson vinnur með hljóðgjafa frá fyrstu upptökunni sem hljómaði í Ríkisútvarpinu.

Verkin fjögur skapa spennandi heild í flutningi Elektra. Á milli verkanna verða leikin innslög þar sem rætt er við tónskáldin um verkin og gerð þeirra.

„Það er sérstaklega ánægjulegt geta pantað og frumflutt tónverk á þessum annars undarlegu tímum sem við lifum nú. Tónlistin hefur mátt til snerta okkur af einstakri dýpt, til þess tengingu við fortíð, nútíð og jafnvel framtíð, og til gefa okkur tengingu hvert við annað þar sem orðunum sleppir,“ segir Anna Þorvaldsdóttir.

Kynnir á hátíðinni er Guðni Tómasson.

Hátíðin er haldin í samstarfi við Hörpu.