Þú veist betur - Kristin trú

Kristni - Saga, nútíð og framtíð.

Í sérstökum jólaþætti Þú veist betur ráðumst við ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Ein stærstu trúarbrögð heims, sem við íslendingar þekkjum nú frekar vel eru viðfangsefni dagsins, og ætti kannski ekki að koma á óvart svona á jóladegi. Þátturinn í þetta skiptið er lengri, mun lengri en áður, enda ekki hlaupið að því að fjalla um sögu, nútíð og framtíð kristni, sem spannar auðvitað meira en 2000 ár. Gestir þáttarins eru tveir í þetta skiptið, við byrjum á því að fara yfir sögu kristni með Hjalta Hugasyni sem byrjar á því að kynna sig sjálfur. Svo heyrum við í Jónínu Ólafsdóttur seinna í þættinum.

Birt

25. des. 2020

Aðgengilegt til

25. des. 2021
Þú veist betur - Kristin trú

Þú veist betur - Kristin trú

Atli Már Steinarsson ræðir við Hjalta Hugason guðfræðiprófessor um kristna trú, en þetta er lengri útgáfa þáttaraðarinnar Þú veist betur.