Þar var Herdís

Þar var Herdís

Í þættinum segir frá skáldinu og sagnakonunni Herdísi Andrésdóttur. Hennar minntist Þórbergur Þórðarson í kvæðinu sem fyrirsögnin er tekin úr og oft er sungið við lag Atla Heimis Sveinssonar. Herdís fæddist 1858 í Flatey á Breiðafirði og lést 1939. Hún og tvíburasystir hennar, Ólína, urðu þekktar og mikils virtar af skáldskap sínum og voru auk þess sjóðir sagna og fróðleiks. Í þættinum verður lesinn minningaþáttur Herdísar frá nýársnótt í bernsku og tvær þjóðsögur sem frá henni eru komnar, en þær skrásettu Ólöf Nordal og dóttursonur Herdísar, séra Jón Thorarensen.

Lesari með umsjónarmanni er Þrúður Vilhjálmsdóttir. Umsjónarmaður er Gunnar Stefánsson.