Þar sem ennþá Öxará rennur

Þar sem ennþá Öxará rennur

Þáttaröð um mannlíf í Þingvallasveit á 20. öld.

„Afdalasveit í alfaraleið“ var fyrirsögn á grein Sigurðar Hreiðars um Þingvallasveit í Vikunni í júní 1964. Þar var vísað til þeirrar mótsagnar Þingvallasveit væri meginhluta ársins afskekkt afdalasveit- en þegar snjóa leysti á vorin kæmist hún aftur í alfaraleið. Og gott betur.

Þingvallasveit er í norðvesturhorni Árnessýslu og er með fámennari sveitum landsins. Raunar er hún ekki lengur til sem stjórnsýsluleg eining, þar sem sveitarfélagið sameinaðist Laugardal og Biskupstungum í Bláskógabyggð árið 2002. Íbúar Þingvallasveitar voru 121 talsins árið 1901 en 2001 voru þeir ekki nema 39. Fámennið kallaði á ákveðna samheldni - og í raun segja íbúar sveitarinnar hafi litið á sig sem eina stóra fjölskyldu, þar sem menn hjálpuðust þegar á þurfti halda- og skemmtu sér saman þegar tilefni gafst til.

Á Þingvöllum við Öxará hafa verið haldnar margar helstu fjöldasamkomur Íslandssögunnar. Þá skunda landsmenn á Þingvöll, vegir eru lagaðir - og umferðarstjórnun og salernismál eru ofarlega á baugi í fréttatímum. Á Þingvöllum er líka iðulega tekið á móti tignum erlendum gestum - og þar njóta innlendir jafnt sem erlendir ferðamenn náttúru þjóðgarðsins.

Í Þingvallasveitinni búa enn þann dag í dag nokkrar fjölskyldur allan ársins hring og áfram gengur lífið sinn gang, þó hinn almenni gestur þjóðgarðsins átti sig kannski ekki endilega á því. Og ennþá rennur Öxará ofan í Almannagjá-eftir sama farvegi og forfeður okkar beindu henni í forðum, svo vísað til listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar, í ljóðinu Ísland.

Þessi sex þátta röð er byggð á viðtölum við fólk sem á það sammerkt hafa ýmist búið, alist upp eða dvalið um lengri eða skemmri tíma í Þingvallasveit eða nágrenni. Viðmælendurnir eru 53 talsins, á aldrinum 29-100 ára, og er þeim þakkað kærlega fyrir þeirra framlag til þáttanna. Söfnun viðtalanna var styrkt af Menningarráði Suðurlands og hafa öll viðtölin verið afhent Miðstöð munnlegrar sögu til varðveislu.

Umsjón: Margrét Sveinbjörnsdóttir