Þann dag er regnið fellur

Þann dag er regnið fellur

Þann 17. júní 1944 fögnuðu Íslendingar langþráðum áfanga, fullu sjálfstæði frá Dönum. Fyrir mörgum sem stóðu í rigningunni á Þingvöllum þennan dag var um ræða stærstu stund í sögu þjóðarinnar, þó Íslendingar hefðu sjálfir farið með stjórn sinna mála frá 1918 þá var þjóðarleiðtoginn erlendur konungur og utanríkismálin í höndum annars ríkis. Í þættinum verður rætt við nokkra viðmælendur um þýðingu systurhugtakanna sjálfstæðis og fullveldis, ekki síst þegar litið er til næstu hundrað ára íslenska ríkisins. Umsjón: Marteinn Sindri Jónsson.