Það sem breytingaskeiðið kenndi mér

Það sem breytingaskeiðið kenndi mér

Á sama tíma og samfélagið hefur rofið þögnina um ýmis tabú sem tengjast líkama og stöðu kvenna hefur umræða um Breytingaskeiðið orðið eftir. Samfélagið virðist veita þessu náttúrulega lífsskeiði takmarkaða athygli, og miðaldra konum er ýtt út á jaðarinn í ýmsum skilningi. Í ofanálag eru upplýsingar um breytingaskeiðið brotakenndar og stundum mótsagnakenndar, sem getur af sér óöryggi, ótta og jafnvel skömm hjá sumum konum, meðan aðrar upplifa frelsi og aukinn lífskraft.

Fjallað verður um breytingaskeið kvenna út frá persónulegri reynslu þáttastjórnanda auki varpa sjónarhorn úr læknisfræði, þróunarlíffræði, næringarfræði, mannfræði, grasafræði og kynfræði ljósi á fyrirbærið. Umsjón: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.