Tengivagninn

Vanessa mín myrka, endurtekningar, Vanessa mín myrka og endurtekningar

Skáldsagan My Dark Vanessa eða Vanessa mín myrka eftir bandaríska rithöfundinn Kate Elizabeth Russell ætlaði setja allt á aðra hliðina þegar hún kom út í mars á síðasta ári. Bókin segir frá ástar- og ofbeldissambandi skólastúlku og kennara í virtum heimavistarskóla í Bandaríkjunum frá sjónarhorni stúlkunnar. Bókin kom út á Íslensku á dögunum í Þýðingu Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur. Við sláum á þráðin til hennar í þætti dagsins.

Við veltum fyrir okkur endurtekningum, nánar tiltekið endurtekinni tónlist. Af hverju spilum við sömu tónlistina aftur og aftur, af hverju elska börn endurtekningar og hvernig er hægt snúa þessari ást á endurtekinni tónlist upp í pyntingar?

Og talandi um endurtekningar: Skáldsagan My Dark Vanessa eða Vanessa mín myrka eftir bandaríska rithöfundinn Kate Elizabeth Russell ætlaði setja allt á aðra hliðina þegar hún kom út í mars á síðasta ári. Bókin segir frá ástar- og ofbeldissambandi skólastúlku og kennara í virtum heimavistarskóla í Bandaríkjunum frá sjónarhorni stúlkunnar. Fyrir rúmu ári síðan las Björn Þór Vilhjálmsson bókina og sagði frá henni í Víðsjá - og gefnu tilefni ætlum við endurflytja gagnrýni hans á bókinni í þætti dagsins.

Og endastöðin er í nánd. Það hægist á Tengivagninum. Í tilefni af því ætlum við horfa yfir farinn veg og rifja upp nokkur einstök augnablik úr löngu viðtölunum sem hafa einkennt seinni hluta þáttarins í sumar.

Birt

26. ágúst 2021

Aðgengilegt til

26. ágúst 2022
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar. Við lítum út á landsbyggðina, hverfum aftur í tímann og horfum út fyrir landssteinana. Kafað verður á dýpið, og spjallað við fjölbreytta listamenn á léttu nótunum. Tengivagninn, alla virka daga í sumar.