Talaðu íslensku við mig
Þegar farið er um í miðborg Reykjavíkur má sjá að nöfn á fyrirtækjum og verslunum eru það oft ensk að í fljótu bragði mætti ætla að enska væri aðaltungumál borgarbúa. Enska er mjög mikið notuð hér á landi, svo mikið að börnum finnst töff að tala saman á ensku, innflytjendum gengur illa að læra íslensku og ferðaþjónustan telur að einungis eigi að nota ensku í ferðaþjónustunni ef marka má nýja rannsókn. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar óttast að Íslendingar tapi sérstöðu sinni vegna þessa og málfræðingar segja að viðhorf barna til tungumálanna veki ugg. Í þættinum „Talaðu íslensku við mig“ er farið um og kannað hvar enska hefur tekið yfir, hvers vegna það hefur gerst og hvaða afleiðingar það getur haft.
Umsjónarmaður Bergljót Baldursdóttir