Svo lítil frétt var fæðing hans

Svo lítil frétt var fæðing hans

Dagskrá um fæðingu Jesú Krists og þá viðburði sem henni voru tengdir. Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur segir frá kenningum stjörnufræðinga um Betlehemsstjörnuna. Jökull Jakobsson les kafla úr „Rómaveldi" eftir Will Durant. Kristín Anna Þórarinsdóttir les Jólaguðspjallið og kafla úr Mattheusarguðspjalli. Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur segir frá sögulegu baksviði Rómverja og Gyðingalands. Haraldur Ólafsson, lektor, les þýðingu sína á lýsingu Tactaniusar á skattheimtu Rómverja. Slitrur úr Biblíusögum, leikatriði eftir Svein Einarsson.

Umsjón: Jökull Jakobsson.

(Frá 1970)

Þættir