• 00:07:18Fugl dagsins
  • 00:15:00Jana María - 112.is
  • 00:33:00Arna Hjörleifsd. - landvörður í Mývatn

Sumarmál: Seinni hluti

112.is, landvörður í Mývatnssveit og bleshænan

Þegar kórónaveiran hóf innreið sína árið 2020 tók bera á aukningu á tilkynningum um heimilisofbeldi. Viðbragðsaðilar og ráðamenn tóku höndum saman og úr varð ofbeldisgátt á vef Neyðarlínunnar, 112.is sem opnaði í október 2020. Þar finna upplýsingar um allar birtingarmyndir ofbeldis á einum stað, dæmisögur og úrræði. Jana María Guðmundsdóttir, vef- og fræðslustjóri Neyðarlínunnar kom í þáttinn og sagði okkur betur frá 112.is.

Við hringdum í Örnu Hjörleifsdóttur landvörð í Mývatnssveit. Þar er brakandi blíða þessa dagana. Við ræddum við hana um hennar störf og svæðið sem landverðir í Mývatnssveit vinna á, t.d. Dimmuborgir, Goðafoss, Skútustaðagíga o.fl. og auðvitað komumst við ekki hjá því spyrja út í mýið sjálft.

Fugl dagsins var svo á sínum stað, í dag varð fyrir valinu hin sjaldgæfa bleshæna.

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL

Birt

21. júlí 2021

Aðgengilegt til

21. júlí 2022
Sumarmál: Seinni hluti

Sumarmál: Seinni hluti

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnar Hansson, Halla Harðardóttir, Leifur Hauksson, Margrét Blöndal og Þórhildur Ólafsdóttir.

(Aftur í kvöld)