• 00:14:50Uggi Ævarson - steinskipið í Mýrdal
  • 00:36:47Stella og Jón - einhverf börn í skólakerfinu

Sumarmál: Fyrri hluti

Steinskipið í Mýrdal og börn á einhverfurófi í skólakerfinu

Við fengum Ugga Ævarsson, fornleifafræðing og minjavörð Suðurlands hjá Minjastofnun, til segja okkur frá steinskipi sem fannst í Dalahrauni í Mýrdal. Fundur steinskipsins þykir mjög merkilegur og eru sérfræðingar velta því fyrir sér aldri skipsins, tilurð og tilgangi þess og meira segja hvernig skipið liggur, eða öllu heldur hvert það vísar. Uggi sagði okkur frekar frá þessum merka fornleifafundi í þættinum.

Við fengum svo þau Stellu Thors og Jón Halldór Baldvinsson til okkar, en þau hafa sagst ætla, í samstarfi við fleiri foreldra og Öryrkjabandalag Íslands, fara í mál við ríki og bæjarfélag ef ekki verður komið til móts við þarfir barna þeirra því þau telja verið brjóta á réttindum þeirra. Barn þeirra er 12 ára gamalt, á einhverfurófi, með ADHD og Tourette og þau segja skólakerfið ekki mæta þörfum barna eins og þeirra. Við fengum þau til segja okkur þeirra sögu í dag.

Blóm dagsins var svo á sínum stað.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

25. ágúst 2021

Aðgengilegt til

25. ágúst 2022
Sumarmál: Fyrri hluti

Sumarmál: Fyrri hluti

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnar Hansson, Halla Harðardóttir, Leifur Hauksson, Margrét Blöndal og Þórhildur Ólafsdóttir.

(Aftur í kvöld)