• 00:14:17Kortlagning óbyggðir Íslands
  • 00:33:04Grasagarðurinn 60 ára

Sumarmál: Fyrri hluti

Kortlagning víðernis og Grasagarðurinn 60 ára

Sumarmál fyrri hluti

17.ágúst 2021

Umsjón Þórhildur Ólafsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir

Óbyggð - kortlagning víðerna.

Sjálfboðaliðar í náttúruverndarsamtökum, vísindafólk í Wildland Research Institute frá háskólanum í Leeds, þrír nemar í sumarstarfi, og fjárfestar/velunnendur.

Helga Österby Þórðardóttir og Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir ? nemar

Grasagarður Reykjavíkur var stofnaður 18. ágúst 1961 á 175 ára afmæli Reykjavíkurborgar og á því 60 ára afmæli um þessar mundir.

Í tilefni þess verður boðið upp á fræðslugöngu á afmælisdaginn kl. 20 þar sem fjallað verður um sögu Grasagarðsins, áhugaverðir öldungar í safnkostinum skoðaðir og síðast en ekki síst verður litið til tengsla safnsins við garðmenningu og ræktun á Íslandi en í Grasagarðinum hafa orðið til yrki plantna, svo sem rósirnar Skotta og Katrín Viðar.

Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasagarðsins og Björk Þorleifsdóttir verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Grasagarðinum sjá um leiðsögnina sem hefst við aðalinngang garðsins miðvikudagskvöldið 18. ágúst kl. 20. Þau koma til okkar í dag.

Birt

17. ágúst 2021

Aðgengilegt til

17. ágúst 2022
Sumarmál: Fyrri hluti

Sumarmál: Fyrri hluti

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnar Hansson, Halla Harðardóttir, Leifur Hauksson, Margrét Blöndal og Þórhildur Ólafsdóttir.

(Aftur í kvöld)