• 00:22:16Þóra Guðnadóttir formaður Húsvagnafélagið
  • 00:41:11Safn vikunnar-Listasafn Einars Jónssonar-Alma Dís

Sumarmál: Fyrri hluti

Blóm dagsins,Húsvagnafélagið og Listasafn Einars Jónssonar

Blóm dagsins -Vallhumall

Við fáum til okkar formann Húsvagnafélagsins, hana Þóru Guðnadóttur, en húsvagnafélagið er, eins og nafnið bendir til, félag húsvagnaeiganda, þau ferðast um landið og lýsa sér sem lífsglöðu fólki sem skemmtir sér vel á ferðalögum en ber jafnframt virðingu fyrir umhverfinu. Við ræðum við Þóru um ferðalögin, húsvagnana og hvað fæst með því eiga slíkar græjur.

Safn vikunnar: Listasafn Einars Jónssonar

Viðmælandi: AlmaDís Kristinsdóttir safnstjóri (og Þröstur Bragason frá Eflu?)

Furðusafn og stafrænar styttur Listasafn Einars Jónssonar (LEJ) er fyrsta listasafn landsins sem opnað var almenningi í eigin húsnæði og er sannkallað furðusafn (e. curiosity cabinet). AlmaDís mun segja frá þessari sérstöðu safnsins og styrk sem LEJ fékk nýverið úr Barnamenningarsjóði til búa til stafrænar styttur. Verkefnið gengur út á myndmælingar (photogrammetry) á tíu listaverkum Einars Jónssonar myndhöggvara sem eru eins konar stafrænir tvíburar þeirra og er unnið í samstarfi við miðlunarfræðing hjá EFLU verkfræðistofu og List fyrir alla með það markmiði jafna aðgengi nemenda á aldrinum 8-14 ára og bjóða þeim í stafræna fjarfræðslu.

Birt

10. ágúst 2021

Aðgengilegt til

10. ágúst 2022
Sumarmál: Fyrri hluti

Sumarmál: Fyrri hluti

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnar Hansson, Halla Harðardóttir, Leifur Hauksson, Margrét Blöndal og Þórhildur Ólafsdóttir.

(Aftur í kvöld)