• 00:10:39 Blóm dagsins
  • 00:18:55Sigurður H. Magnússon - gróðurvistfræðingur
  • 00:38:05Hugarró - Eva Rún og Ingibjörg Stefánsd

Sumarmál: Fyrri hluti

Sigurður og blóm dagsins og hugarró

Þar sem fugl dagsins hefur slegið í gegn hér í Sumarmálum datt okkur í hug hafa líka blóm dagsins - lýsa einni villtri íslenskri plöntu á degi hverjum. Og við byrjuðum á því í dag og af því tilefni ræddum við við gróðurvistfræðinginn Sigurð H. Magnússon. Hann hefur hvatt almenning til líta niður og læra þekkja blóm og jurtir sem þar blasa við.

Í dag fengum við svo fyrsta innslag af fjórum sem Eva Rún Þorgeirsdóttir hefur unnið fyrir þáttinn. Það með sanni segja heilsutengd málefni hafi verið mikið í umræðunni undanfarna mánuði. Þó við getum sannarlega ekki stjórnað öllu því sem hefur áhrif á heilsuna, er þó heilmargt sem við getum gert til auka vellíðan og hreysti. Við erum nefninlega alveg magnaðar verur - og það kemur jafnvel á óvart hversu mikil áhrif við getum haft á eigin líðan. Eva Rún kannar í þessum innslögum hvernig við getum sjálf haft uppbyggileg áhrif á eigin heilsu til festast ekki í streitustormi nútímans. finna hugarró er eitthvað sem margir leiða hugann í amstri dagsins enda hefur hugleiðsla mjög jákvæð áhrif á líðan okkar, bæði andlega og líkamlega. Eva Rún ræddi í innslagi dagsins við Ingibjörgu Stefánsdóttur, jógakennara, um það hvernig við finnum þessa eftirsóttu hugarró.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ÞÓRHILDUR ÓLAFSDÓTTIR

Birt

4. ágúst 2021

Aðgengilegt til

4. ágúst 2022
Sumarmál: Fyrri hluti

Sumarmál: Fyrri hluti

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnar Hansson, Halla Harðardóttir, Leifur Hauksson, Margrét Blöndal og Þórhildur Ólafsdóttir.

(Aftur í kvöld)