• 00:12:47Hjördís Hendriksd. - Vöruhús tækifæranna
  • 00:29:29Már W. Mixa - hlutabréfaviðskipti fyrir byrjendur

Sumarmál: Fyrri hluti

Vöruhús tækifæranna og hlutabréfaviðskipti fyrir byrjendur

Við heyrðum af Vöruhúsi tækifæranna. Hvað er það kann einhver spyrja og stutta svarið er: Vöruhús tækifæranna er markaðstorg tækifæra fólks á þriðja æviskeiðinu, sem sagt eftir fimmtugt, sem vill móta framtíðina á eigin forsendum. Hjördís Hendriksdóttir, formaður Vöruhúss tækifæranna, kom í þáttinn í dag.

Fyrir skemmstu mátti heyra í fréttatímum flestra miðla hlutafjárútboð nokkurra stórra fyrirtækja á Íslandi hefðu gengið vonum framar. Til dæmis var áttföld umframeftirspurn í hlutafjárútboði flugfélagsins Play. Svipað var upp á teningnum í hlutafjárútboðum Íslandsbanka og Síldarvinnslunnar. Þúsundir Íslendinga fjárfestu í þessum fyrirtækjum og talað var um mikla ávöxtun jafnvel mjög skömmu síðar. En er ekki víst allir fylgist grannt með fjármálafréttum og hvenær næsta hlutafjárútboð fer fram, hvað þá hafi eitthvað aflögu til ráðast í slíkar fjárfestingar. Hverjir eru kostirnir og gallarnir við fjárfesta á hlutafjármarkaði? Er það fyrir alla? Hver er áhættan? Bendir þessi mikla þáttaka almennings til ástandið eitthvað svipað hér á landi og það var fyrir hrun? Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík kom í þáttinn og fór aðeins með okkur yfir þessi mál og útskýrði hvað er þarna á ferðinni.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL

Birt

26. júlí 2021

Aðgengilegt til

26. júlí 2022
Sumarmál: Fyrri hluti

Sumarmál: Fyrri hluti

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnar Hansson, Halla Harðardóttir, Leifur Hauksson, Margrét Blöndal og Þórhildur Ólafsdóttir.

(Aftur í kvöld)