• 00:06:25Eva Sigurðardóttir - Druslugangan
  • 00:23:51Óli Gneisti - áhugaverðir hlaðvarpsþættir

Sumarmál: Fyrri hluti

Druslugangan og hlaðvörpin

Druslugangan verður gengin í tíunda skiptið á laugardaginn. Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðisofbeldis. Aðstandendur göngunnar benda á áhættuþættir á borð við kynþáttahyggju, útlitsdýrkun, þjóðernishyggju, stofnanalegt misræmi, aldursmun, heilsuvandamál, tungumálaörðugleikar, fötlunarfordóma, fordóma gegn hinsegin fólki, stéttaskiptingu og fleira geta ýtt undir ofbeldi. Eva Sigurðardóttir, meðlimur í skipulagsteymi göngunnar kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá göngunni í ár og aðaláherslunum.

Óli Gneisti Sóleyjarson, sérfræðingur þáttarins í hlaðvörpum, kom svo til okkar og sagði frá hlaðvarpsþáttaröðunum The Women's War, Behind the Bastards og Worst Year Ever. Og lokum sagði hann okkur frá heimildarmyndinni Nailbomber sem er á Netflix, en hún fjallar um hryðjuverk sem áttu sér stað í London árið 1999.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL

Birt

22. júlí 2021

Aðgengilegt til

22. júlí 2022
Sumarmál: Fyrri hluti

Sumarmál: Fyrri hluti

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnar Hansson, Halla Harðardóttir, Leifur Hauksson, Margrét Blöndal og Þórhildur Ólafsdóttir.

(Aftur í kvöld)