• 00:18:04Þorgerður Laufey - sundkennsla
  • 00:39:04Jónas Guðmundsson - að stinga sér í Stuðlagil

Sumarmál: Fyrri hluti

Sundkennsla og að stinga sér í jökulsá

Nemendur í efri bekkjum Víðistaðaskóla í Hafnarfirði vöktu fyrr á þessu ári athygli á ýmsu sem betur mætti fara í skólastarfi og sendu umsögn um tillögu menntamálaráðherra Menntastefnu til ársins 2030. Þar mátti m.a. finna gagnrýni nemendanna á ýmsa þætti sem hæfa betur úreltu skólakerfi og eitt af því var sundakennslan sem þau töldu tilgangslausa og til þess eins valda andlegri vanlíðan sumra unglinga. Umboðsmaður barna hvatti í framhaldinu til þess sundkennsla yrði endurskoðuð og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður félags grunnskólakennara og fyrrum sundkennari hefur bent á nauðsyn þess ræða þessi mál út frá hagsmunum barnanna. Þorgerður kom í þáttinn í dag.

Og það kannski segja vatn hafi verið einkennandi fyrir þennan fyrri hluta þáttarins því eftir við kvöddum Þorgerði ætluðum við stinga okkur í Stuðlagil í tveggja gráðu kalda Jöklu. Eða öllu heldur EKKI stinga okkur í Stuðlagil, því það er lífshættulegt. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg/Safe Travel var í símanum og sagði okkur frá því hvers vegna ekki.

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL

Birt

21. júlí 2021

Aðgengilegt til

21. júlí 2022
Sumarmál: Fyrri hluti

Sumarmál: Fyrri hluti

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnar Hansson, Halla Harðardóttir, Leifur Hauksson, Margrét Blöndal og Þórhildur Ólafsdóttir.

(Aftur í kvöld)