• 00:14:08Ásbjörn Björgvinsson - ferðalangur vikunnar
  • 00:39:28Hrönn Vilhelmsdóttir - matgæðingur vikunnar

Sumarmál: Fyrri hluti

Ásbjörn ferðalangur og Hrönn matgæðingur

Ferðalangur dagsins var Ásbjörn Björgvinsson ferðamálafrömuður. Hann sagði okkur frá sumarferð þeirra hjóna sem hófst í Kópavoginum og þróaðist á annan hátt en fyrirhugað var aðallega vegna veðurs. Ferðin endaði í Borgarfirði eftir hafa þrætt austurland með viðkomu í hinum Borgarfirðinum, sem sagt þeim eystri.

Og svo var það matgæðingur vikunnar sem þessu sinni kom í Þykkvabænum. Hrönn Vilhelmsdóttir, sem margir muna eftir af Kaffi Loka á Skólavörðuholtinu. hefur hún fært sig um set í Rangárþingið og stundar þar bæði myndarlega ræktun í gömlum bragga og ferðaþjónustu í gamalli uppgerðri hlöðu.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL

Birt

16. júlí 2021

Aðgengilegt til

16. júlí 2022
Sumarmál: Fyrri hluti

Sumarmál: Fyrri hluti

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnar Hansson, Halla Harðardóttir, Leifur Hauksson, Margrét Blöndal og Þórhildur Ólafsdóttir.

(Aftur í kvöld)