Sumarmál: Fyrri hluti

Stelpur diffra og Listasafn Íslands

Sumarnámsbúðirnar Stelpur diffra er fyrir áhugasamar stelpur og kynsegin sem lokið hafa fyrsta ári í framhaldsskóla. Í búðunum er farið yfir ýmis konar stærðfræði umfram það sem kennt er í skólum og samhliða lögð áhersla á jafnréttisfræðslu og sjálfsstyrkingu. Markmiðið með búðunum er búa til öruggt rými þar sem er kafað ofan í skemmtilegt og fræðandi efni. Með verkefninu er vonin leiðrétta kynjahallann í stærðfræði- og raungreinum sem birtist oft fyrst á unglingsárum. Búðirnar eru ætlaðar til styrkja sjálfstraust selpna í þessum greinum og gefa þeim tækifæri til þess kynnast örðum sem deila svipuðum reynsluheimi og áhuga. Við slógum á þráðinn til Nönnu Kristjánsdóttur, framkvæmdastýru stærðfræðibúðanna og stærðfræðinema við Háskóla Íslands.

Við kynnumst líka safni vikunnar, sem þessu sinni er Listasafn Íslands. Hún kemur til okkar Ragnheiður Vignisdóttir, verkefnastjóri viðburða- og fræðslu, og segir okkur frá því helsta sem er á döfinni þar.

UMSJÓN: GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR OG LEIFUR HAUKSSON

Birt

6. júlí 2021

Aðgengilegt til

6. júlí 2022
Sumarmál: Fyrri hluti

Sumarmál: Fyrri hluti

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnar Hansson, Halla Harðardóttir, Leifur Hauksson, Margrét Blöndal og Þórhildur Ólafsdóttir.

(Aftur í kvöld)