Spegillinn

Flótti frá Mariupol, brotthvarf úr framhaldsskólum og verðhækkanir

Talið er rússaher haldi um fjögur hundruð manns í gíslingu á einum stærsta spítalanum í Mariupol. Um 2.400 borgarbúar hafa fallið frá innrás Rússlandshers. Birta Björnsdóttir sagði frá.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, sagðist í ávarpi í dag óttast stjórnvöld í Rússlandi myndu grípa til efnavopna í stríðinu í Úkraínu.

Orkuiðnaðurinn er óseðjandi og gæti virkjað hvern einasta dropa án þess þykja nóg sagði þingmaður Pírata í umræðu um orkuskipti. Umhverfisráðherra sagði aðeins þess virði ráðast í frekari orkuöflun ef hún yrði nýtt til orkuskipta innanlands. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Heyrist í Evu Dögg Davíðsdóttur (V), Guðlaugi Þór Þórðarsyni (D), Þórunni Sveinbjarnardóttur (S), Andrési Inga Jónssyni (P) og Ágústu Ágústsdóttur (M).

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hefur ákveðið taka frumvarp um réttindi sjúklinga aftur inn í ráðuneytið. Hann segist vera bregðast við ákalli Alþingis um aukið samráð við notendur heilbrigðisþjónustunnar.

Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, segir of litlu fjármagni varið í geðheilbrigðismál. 81 prósent framhaldsskólanema hafi í könnun árið 2014 metið andlega heilsu sína mjög góða eða góða. Hlutfallið hafi hrapað niður í 57 prósent árið 2021. Urður Örlygsdóttir tók saman.

Söngkonan Dolly Parton hefur afþakkað tilnefningu í frægðarhöll rokksins; rokkstimpillinn eigi betur við aðra hennar mati. Birta Björnsdóttir tók saman.

---------

Kafa þarf dýpra til finna ástæður mikils brottfalls nemenda af erlendum uppruna úr framhaldsskólum hér á landi. Þetta segir Nichole Leigh Mosty forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Bjarni Rúnarsson talaði við hana.

Verðbólga mælist 6,2%, hún er meiri en verið hefur um áratugaskeið og því spáð hún verði mikil út árið hið minnsta. Verðbólgan hefur meðal annars verið drifin áfram af hækkunum á húsnæði hér innanlands en líka af hækkunum á hrávöru úti í heimi og flutningskostnaði. síðast rauk svo olíuverð upp vegna stríðsins í Úkraínu þó það hafi hjaðnað nokkuð aftur. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Katrínu Ólafsdóttur lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Birt

15. mars 2022

Aðgengilegt til

16. mars 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.