Suðaustan illviðri gengur yfir landið í kvöld og nótt og versnar fyrst á Suðurlandi. Í nótt og á morgun skellur svo vonskuveður á Suður- og Vesturlandi. Rauðar veðurviðvaranir taka gildi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn heldur utan um þræði í samhæfingarmiðstöð Almannavarna sem hafa lýst yfir óvissutigi vegna veðursins. Anna Kristín Jónsdóttir talar við hann
Elsa María Guðlaugs- Drífudóttir fréttamaður er í Borgarnesi í Borgarfirði og á Vesturlandi búast menn við leiðindaveðri í kvöld, sem hefur reyndar ekkert verið neitt sérstakt það sem af er degi. Elsa María talar við Jakob Guðmundsson, björgunarsveit í Brák um viðbúnað og viðbragð. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur fer yfir það hvernig veðrið gengur yfir og lægðagang framundan.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er bjartsýn á að hægt verði að aflétta takmörkunum í vikulok þótt staðan sé víða þung á heilbrigðisstofnunum. Mestu skipti góð bólusetningarstaða þjóðarinnar.
Almennur borgari lést í árás norður af héraðinu Donetsk að sögn úkraínskra embættismanna á svæðinu. Forseti Rússlands segist ætla að ákveða í dag hvort hann viðurkennir sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu. Ólöf Ragnarsdóttir sagði frá.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþinig að ríkisstjórnin væri ósamstíga í efnahagsmálum. Varaformaður Framsóknarflokksins leggi fram hugmyndir sem hafi engan hljómgrunn hjá samstarfsflokkunum og vísar þar í tillögur Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra um bankaskatt og fleira. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir tillögur Lilju ekki hafa verið ræddar í ríkisstjórn.
-------------
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að húsnæðismálin séu eitt af veigamestu málunum sem taka þurfi á og ljóst sé að byggja þurfi meiraJóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu í Alþingishúsinu í dag og spurði hana fyrst hver væru stærstu málin framundan
Rússar eru sagðir reiðubúnir til innrásar, um 150 þúsund rússneskir hermenn eru við landamæri Rússlands og Úkraínu. Herafli sem var við æfingar Rússa og Hvít-Rússa verður áfram í Hvíta-Rússlandi, þrír fjórðu af herliði Rússlands á þessum slóðum en Pútin hefur þverneitað því að innrás sé ráðgerð. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Baldur Þórhallsson, prófessor í alþjóðastjórnmálum
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir: Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.