Spegillinn

Spegillinn 31.janúar 2022

Spegillinn 31.janúar 2022

Umsjón: Kristján Sigurjónsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Fjármálaráðherra segist hafa áhyggjur af vaxandi verðbólgu, en ekki auðséð til hvaða ráða hægt grípa. Staðan kalli hins vegar á viðbrögð.

Bólusetning 5 til 11 ára gamalla barna nýtur stuðnings mikils meirihluta landsmanna.

Herforingjastjórnin í Mjanmar ákærði í dag Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, fyrir kosningasvik.

Búnaður í nýrri skólphreinsistöð á Akureyri kom í veg fyrir tæplega 20 tonn af rusli sem sturtað var niður í klósettum á Akureyri endaði í Eyjafirði.

Yfir 30 eftirlegukindur, sem leitað hefur verið á Norður- og Austurlandi síðan í haust, skiluðu sér af fjalli í síðustu viku og um helgina.

Helmingur ráðherra ríkisstjórnarinnar ber annað starfsheiti í lok dags heldur en þegar þeir vöknuðu í morgun. nöfn ráðuneyta eftir uppskiptingu stjórnarráðsins voru staðfest með forsetaúrskurði í dag.

Lengri umfjöllun:

Skipulags- og húsnæðismál eru meðal stóru verkefna sveitarfélaganna og þar eru líka stórir snertifletir við ríkið. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir gott þessi mál séu í einu og sama ráðuneytinu. Hann telur ágreiningur milli sveitarfélaga um framkvæmdir á borð við byggðalínur eða veglagningu væri heppilegra til væri svæðisskipulag sem þau yrðu þá laga sig að. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Sigurð Inga.

Þess var minnst á Norður Írlandi í gær 50 ár voru liðin frá Blóðuga sunnudeginum í borginni Derry eða Londonderry. Fjallað var ítarlega um blóðuga sunnudaginn í tveimur útvarpsþáttum Gunnars Hanssonar og Sólveigar Jónsdóttur á Rás 1 um helgina . Þau fóru til Derry fyrr í þessum mánuði og ræddu meðal annars við fólk sem tók þátt í göngunni og varð vitni drápunum. Sólveig er stjórnmálafræðingur frá Edinborgarháskóla í Skotlandi og kynnti sér vel málefni Norður Írlands í námi sínu. Kristján Sigurjónsson talar við Sólveigu um ástandið á N-Írlandi í dag og framtíðarhorfur.

Mark úr vítakasti eftir venjulegur leiktími var liðinn tryggði Svíum eins marks sigur á Spánverjum, 27-26, í úrslitaleik Evrópumótsins í gær. En handbolti er langt frá því vera einn um hituna þegar íþróttir eru annars vegar í Svíþjóð. Kári Gylfason segir frá.

Birt

31. jan. 2022

Aðgengilegt til

1. feb. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.