Spegillinn

27. janúar 2022. Afléttingar sóttvarna, bótakrafa og orkuskortur

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu býst við holskeflu kórónuveirusmita á næstunni en ekki holskeflu alvarlegra veikinda.

Aðalmeðferð hefst á morgun í máli tveggja barna Sævars Marínós Ciecielski þar sem þau krefjast þess ríkið verði dæmt til greiða þeim milljarð í bætur. Þau segja ekki fyrirfinnist jafn alvarleg brot opinbers valds á réttindum sakborninga og í máli föður þeirra.Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá.

Lundúnalögreglan hefur enn ekki yfirheyrt Boris Johnson forsætisráðherra vegna rannsóknar á ýmsum veislum í Downingstræti 10 meðan strangar samkomutakmarkanir voru í gildi á Englandi. Ásgeir Tómasson tók saman.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi leggur til undirbúningur deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð verði hafinn þegar í stað, meðal annars til mæta skorti á húsnæðismarkaði. Þórgnýr Einar Albertsson talaði við hana.

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt hefja formlegar viðræður við fyrirtækið Green fuel ehf um lóð á Bakka undir vetnis- og ammóníaksframleiðsluver á Bakka. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri er bjartsýnn á frekari uppbyggingu, Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hann.

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur fengið fjölmargar áskoranir um gefa kost á sér til leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra í sveitarstjórnarkosningum í vor. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá.

----------

Orkuskortur hér á landi er yfirvofandi og grípa þarf til olíubrennslu til framleiða rafmagn. Landsnet telur eftirspurn haldi áfram vaxa umfram framboð á næstu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landsnets um horfur í raforkumálum á næstu fimm árum. Bjarni Rúnarsson ræddi við Gný Guðmundsson, yfirmann greiningar og áætlana hjá Landsneti.

Stækkun og þar með fækkun sveitarfélaga er nokkuð sem unnið hefur verið og vilji til af ríkisins hálfu um árabil undir merkjum þess efla sveitarstjórnarstigið. Sveitarfélögin eru rétt tæplega 70 og á næstunni verður kosið um sameiningu víða um land. Málefni sveitarfélaganna eru á borði Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann.

Birt

27. jan. 2022

Aðgengilegt til

28. jan. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.