Spegillinn

Spegillinn 18. janúar 2022

Spegillinn 18.1.2022

Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson

Tæknimaður: Markús Hjaltason

Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir tilefni til tempra viðbrögð við veirunni í ljósi mikillar fækkunar innlagna, sérstaklega í eldri aldurshópum.

Tólf mál eru í vinnslu hjá teymi þjóðkirkjunnar gegn einelti og kynferðislegri eða kynbundinni áreitni og ofbeldi. Átta þeirra voru tilkynnt formlega á síðustu tveimur mánuðum.

Forstöðumaður farsóttarhúsa segir stöðuna þar vera nokkuð góða. Flestir sem þar dvelja eru Íslendingar. Færri ferðamenn og rýmkaðar reglur hafa sitt segja.

Forstjóri Sjúkratrygginga segir ákvæði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga verði numið á brott á næstu dögum. Talmeinafræðingar kalla hins vegar eftir því Sjúkratryggingar standi við orð sín, þau hafi ekkert heyrt frá Sjúkratryggingum.

Atlantshafsbandalagið hefur boðið Rússum til nýs fundar, til ræða ástandið sem fjölmennt herlið þeirra við landamæri Úkraínu hefur valdið. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er á leið til Úkraínu til sýna stjórnvöldum samstöðu í deilunni við Rússa.

Lengri umfjöllun:

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik biður um lausn til reynslu úr öryggisgæslu og algerri einangrun. Hann mætti fyrir rétti í dag og notaði tækifærið til ítreka fyrri boðskap um hinn hvíta kynstofn. Engar líkur eru á hann sleppi. Gísli Kristjánsson fór yfir réttarhöldin.

Það hefur andað köldu á milli Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga undanfarin misseri. Fram til þessa hefur verið skilyrði fyrir nýútskrifaða talmeinafræðinga þeir ljúki tveggja ára starfsreynslutímabili eftir útskrift áður en þeir samning við Sjúkratryggingar Íslands.

Í desember lofaði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bót og betrun og sagðist vilja afnema ákvæði um tveggja ára starfsreynslu.

Í vikunni vöktu talmeinafræðingar máls á því ekkert hefði þokast í málinu, og engin breyting hefði orðið. Biðlistar halda áfram lengjast og um 900 börn bíða þess komast að, á meðan nýútskrifaðir talmeinafræðingar sitja heima með hendur í skauti.

Willum var spurður því loknum ríkisstjórnarfundi í morgun hvernig hann sæi þessi mál fyrir sér nú. Bjarni Rúnarsson fjallar um málið.

Staðan í heilbrigðiskerfinu var til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag. Málshefjandi var Oddný Harðardóttir, Samfylkingu og orðum hennar sérstaklega beint til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Oddný hóf ræðu sína á því spyrja hvort nokkur velktist í vafa um allt heilbrigðiskerfið og Landspítalinn glímdi við fjárhags- og mönnunarvan

Birt

18. jan. 2022

Aðgengilegt til

19. jan. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.