Spegillinn

06.01.2022

Spegillinn 6. janúar 2022

Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson

Tæknimaður: Jón Þór Helgason

Samfélagsmiðlar hafa nötrað í dag, eftir fimm áhrifamenn í samfélaginu hættu störfum einn af öðrum, í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Mennirnir voru stjórnendur hjá sumum af stærstu fyrirtækjum landsins, virtir viðskiptamenn eða þekktir fjölmiðlamenn.

Óveður með suður- og vesturströndinni er heldur ganga niður. Búist er við minni ölduhæð í kvöld miðað við í morgun og í gærkvöld.

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur stríðandi fylkingar í Kasakstan til gera út um deilur sín í milli með friðsamlegum hætti. Tugir lögreglumanna hafa fallið í átökum við mótmælendur og hundruð særst.

Ríflega þriðjungur félagsmanna Einingar Iðju og Afls starfsgreinasambands neitaði sér um tannlæknaþjónustu á seinastliðnu ári.

Bæjarstjórn Ísafjarðar vill fyrst sjá lausnir í orkumálum á Vestfjörðum áður en til stofnunar þjóðgarðs á kjálkanum kemur. Stofnun þjóðgarðs hefur staðið í stað síðan málinu var frestað í bæjarstjórn í júní á síðasta ári.

Kristín Helga Gunnarsdóttir hlaut í dag viðurkenningu rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf og tónlistarkonan Bríet hlaut Krókinn fyrir útgáfutónleika sína. Óróapúls er orð ársins 2021.

Lengri umfjöllun:

Almannavarnir reyna eftir fremsta megni hvetja fólk af erlendum uppruna til þátttöku í bólusetningu við kórónuveirunni. Upplýsingar um gildandi takmarkanir, bólusetningu og stöðu faraldursins eru þýddar á ótal tungumál. Þá hafa almannavarnir einnig reynt nálgast fólk í gegnum samfélagshópa eins og kirkjur. Bólusetningarbíll sem keyrir um götur borgarinnar með barmafullar sprautur af bóluefni hefur gefið ágæta raun, en ákveðinnar tortryggni gætir meðal erlendra verkamanna sem hafa ekki látið bólusetja sig. Bjarni Rúnarsson fjallar um málið og ræðir við Hildi Helgadóttur og Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir mikilvægt aðilar vinnumarkaðarins byrji sem fyrst tala saman á nýju ári til undirbúa næstu kjarasamningslotu. Lífskjarasamningurinn sem skrifað var undir í apríl 2019 á almennum vinnumarkaði rennur út í byrjun nóvember. Spegillinn tók hús á ríkissáttasemjara. Kristján Sigurjónsson ræðir við Aðalstein Leifsson.

Birt

6. jan. 2022

Aðgengilegt til

7. jan. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.