Spegillinn

Spegillinn 20. desember 2021

Spegillinn 20. desember 2021

Umsjón: Kristján Sigurjónsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra taka upp tuttugu manna samkomutakmörkun og skólahald hefjist seinna eftir jólafrí til þess stemma stigu við fjölgun kórónuveirusmita.

Þrátt fyrir vera veikara er omikron-afbrigði kórónuveirunnar erfiðara og verra viðgangs en delta-afbrigðið. Þetta segir prófessor í tölvunarfræðum við Háskóla Íslands.

Yfirlæknir á covid-göngudeild Landspítalans segir starfsfólk glíma við mikið álag, á sama tíma og búist er við enn meiri fjölgun sjúklinga vegna metfjölda smita.

Akureyrarbær hefur tilkynnt ekki verði haldnar áramótabrennur á vegum bæjarins í ár frekar en í fyrra.

Hlutabréf um allan heim, þar með talið á Íslandi, lækkuðu í verði í dag sökum ótta fjárfesta við útbreiðslu omíkron-afbrigðisins.

Hjálpræðisherinn hefur neyðst til þess fella niður jólaboð sitt á aðfangadag. Rúmlega 300 gestir og sjálfboðaliðar höfðu skráð sig til leiks.

Lögregla hefur litlar vísbendingar fengið í leitinni Almari Yngva Garðarssyni, sem ekkert hefur spurst til síðan aðfaranótt sunnudags.

Aldrei hafa fleiri bækur verið prentaðar erlendis eins og fyrir þessi jól. Formaður stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum segir þróunina ekki góða fyrir íslenskan prentiðnað.

Elsta hluta grunnskólans á Hofsósi hefur verið lokað fyrir kennslu eftir vísbendingar um myglu komu þar upp. Beðið er niðurstöðu frekari rannsókna til hægt meta hversu stórtækar aðgerðir þarf ráðast í.

Ekki verður gert hlé á keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um jól og áramót vegna fjölgunar kórónuveirusmita, en mörgum leikjum hefur verið frestað undanförnu. Þetta var ákveðið eftir fundarhöld í dag.

Lengri umfjöllun:

Metfjöldi kórónuveirusmita greindist hér innanlands í gær, eða 220. Bæði Delta og ómikronafbrigðin greindust. Veldisvöxtur hefur verið í ómikrónsmitum í Danmörku og Bretlandi undanfarna daga. Tvöföldunartíminn er einungis rúmir tveir dagar, sem er hraðari tími en þekkst hefur í fyrri afbrigðum. Spegillinn ræddi í dag við Pál Melsted prófessor í tölvunarfræðum við Háskóla Íslands og deildarstjóra hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann fæst meðal annars við lífupplýsingafræði og hefur kynnt sér útbreiðslu ómikrónafbrgðisins í heiminum undanfarna daga. Kristján Sigurjónsson talar við Pál

Ísland gæti orðið fyrsta landið í Evrópu til þess uppræta ríkisfangsleysi með öllu. Þetta er mat Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hér dvelja 52 manneskjur án ríkisfangs. Elisabeth Has

Birt

20. des. 2021

Aðgengilegt til

21. des. 2022
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.