Spegillinn

Spegillinn 10. desember 2021

Komiði sæl og velkomin Speglinum. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir er umsjónarmaður. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar Höfða hefur sinnt neyðarkalli stjórnvalda frá því kórónuveirufaraldurinn hófst án þess nokkrar greiðslur hafi komið fyrir, en kostnaðurinn er líklega á annan tug milljóna króna. Framkvæmdastjóri Höfða segir kallinu verði áfram sinnt þrátt fyrir það.

Helmingi fleiri leita til Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk með krabbamein, en fyrir tveimur árum og húsnæðið er sprungið. Þörfin fyrir slík úrræði eykst mikið á næstu árum því krabbameinstilvikum fjölgar og fleiri lifa meinið af.

Hátt í þrettán hundruð tilfelli omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafa verið greind í Danmörku. Flest eru þau á Kaupmannahafnarsvæðinu.

Foreldrar þurfa kynna sér hvernig Instagram-skilaboð virka, jafnvel opna eigin TikTok-aðgang til skilja betur umhverfi barna sinna á netinu. Þetta segir deildarstjóri í Frístundamiðstöðinni Tjörninni í Reykjavík.

Lengri umfjöllun:

Foreldrar þurfa kynna sér hvernig Instagram-skilaboð virka, jafnvel opna eigin TikTok-aðgang til skilja betur umhverfi barna sinna á netinu. Þetta segir Andrea Marel, deildarstjóri unglingastarfs hjá Frístundamiðstöðinni Tjörninni í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún hefur um árabil farið í skóla og félagsmiðstöðvar og frætt börn og unglinga um samskipti og mörk á samfélagsmiðlum. Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við Andreu í dag, meðal annars í tengslum við alvarlegt kynferðisbrotamál gegn 14 ára stúlku sem greint var frá í gær. SHB

Einn af hverjum þremur Íslendingum getur búist við því einhvern tímann krabbamein. Um miðbik síðustu aldar var það oftast dauðadómur, 70 prósent þeirra sem greindust létust innan fimm ára. hefur staðan snúist við. Um tveir af hverjum þremur sem greinast lifa af. Það fjölgar sífelltí þessum hópi sem Krabbameinsfélagið kallar lifendur og svo verður vonandi áfram á næstu árum. Það kallar á kerfið bregðist við, því þessi hópur þarf margs konar þjónustu. ARH

Birt

10. des. 2021

Aðgengilegt til

11. des. 2022
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.