Spegillinn

25. nóvember 2021, Rætt um kjörbréf á Alþingi, sekt vegna ferðagjafar

Alvarlegir annmarkar voru á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi mati Svandísar Svavarsdóttur sem vill kosið verði þar aftur. Útlit er fyrir greidd verði atkvæði um tillögur kjörbréfanefndar í kvöld. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir segir frá frá Alþingi.

Fundir undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa stóðu í 125 klukkustundir áður en hún skilaði greinargerð sinni. Magnús Geir Eyjólfsson sagði frá.

Enginn bar skaða af gagnasöfnun YAY vegna ferðagjafarinnar segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylafdóttir ferðamálaráðherra. Persónuvernd sektaði atvinnuvegga- og nýsköpunarráðuneytið og hugbúnaðarfyrirtækið YAY um 11,5 milljónir samtals vegna brota á grundvallareglum persónuverndar. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.

Ríkislögmaður á Filippseyjum leggst gegn því blaðakonan Maria Ressa fái fara til Noregs í næsta mánuði til taka við friðarverðlaunum Nóbels. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Fjöldi kynferðisbrota sem er tilkynntur til lögreglu hefur aukist síðustu árin. 560 brot hafa verið tilkynnt það sem af er ári. Þórgnýr Einar Albertsson ræddi við Rannveigu Þórisdóttur, sviðsstjóra þjónustusviðs Ríkislögreglustjóra.

-------------

Mikið hefur verið rætt um framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi og hvort slíkir gallar hafi verið á henni kosningar og kjörbréf geti ekki talist gild. Umræða um framkvæmd og traust á kosningar var ekki áberandi á tímanum frá því eftir seinni heimsstyrjöld allt fram til þess er kosningar til stjórnlagaþings voru dæmdar ógildar segir Ragnheiður Kristjánsdóttir prófessor í sagnfræði við HÍ. Hún bendir á á fyrrihluta 20. aldar hafi margt misjafnt viðgengist við kosningar.

Netverslunin Boozt, kom inn á íslenskan markað í sumar og síðan hafa auglýsingarnar dunið á landsmönnum. Hermann Haraldsson, forstjóri netverslunarinnar vill ekkert gefa upp um hlutdeild verslunarinnar á markaði hér, en segir viðtökurnar hafa verið góðar. Svava Johansen eigandi NTC óttast ekki risana utan en hefur sjálf lagt áherslu á byggja upp vefverslun.

27 létust og þar af þrjú börn þegar flóttafólk reyndi komast yfir Ermarsund í gær. Málið varpar ljósi á stöðu flóttamanna sem Frakkar og Bretar takast á um. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sigrún Davíðsdóttur.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Birt

25. nóv. 2021

Aðgengilegt til

26. nóv. 2022
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.