Spegillinn

24. nóvember. Sviptingar í sænskri pólitík. Vandræði vefsafns.

Embætti landlæknis lítur rannsókn á andlátum sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja alvarlegum augum.

Lögreglan á Suðurnesjum telur ætla megi dauðsföllin hafi borið með saknæmum hætti.

Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið og er það merki um hlaup í vændum. Vísindaráð almannavarna fundaði um stöðuna síðdegis.

Lengri umfjallanir (Frá 11. mínútu)

Magdalena Andersson, sem tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar í morgun, baðst lausnar síðdegis, eftir Umhverfisflokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi stöðuna í sænskri pólitík við Kára Gylfason, fréttaritara okkar í Gautaborg.

Samfélagsmiðlar standa í vegi fyrir því Landsbókasafnið geti fullkomlega uppfyllt skyldur sínar. Hætt er við komandi kynslóðir geti ekki kynnt sér skrif áa sinna á kommentakerfum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Kristinn Sigurðsson, yfirmann stafrænna verkefna og þróunar á Landsbókasafninu.

Ræða Borisar Johnsons forsætisráðherra Bretlands á þingi iðnrekenda vekur umræður um leiðtogahæfileika hans. Sigrún Davíðsdóttir rýnir í ræðu Johnsons og viðbrögðin við henni.

Birt

24. nóv. 2021

Aðgengilegt til

25. nóv. 2022
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.