Spegillinn

Spegillinn 22. Nóvember

Spegillinn 22. Nóvember

Umsjón: Kristján Sigurjónsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Fyrrverandi félagsmálastjóri á Akureyri kvartaði undan vistheimili barna á Hjalteyri á sínum tíma. Þeirri kvörtun var hans mati stungið undir stól. Fólk sem þar dvaldi steig fram í gær og greindi frá ofbeldi af hálfu umsjónarmanna heimilisins.

Undirbúningskjörbréfanefnd situr á fundi og freistar þess komast niðurstöðu sem lögð verður fyrir Alþingi á morgun. Þingmaður Pírata segir enn margt óljóst um niðurstöðu nefndarinnar en hann ætli ekki styðja seinni talninguna.

Andlát af völdum COVID-19 eru komin yfir eitt þúsund í Noregi. Hátt í fimmtán hundruð smit voru greind í landinu í gær.

Matvælastofnun rannsakar myndefni frá dýraverndarsamtökum sem sýnir óviðunandi verklag við blóðtöku úr svokölluðum blóðmerum. Formaður Flokks fólksins, vill banna blóðtöku úr fylfullum hryssum um leið og þing kemur saman.

Lengri umfjöllun:

Bretar gengu úr Evrópusambandinu í lok janúar í fyrra en Brexit-vandinn er ekki búinn. Það er Brexit-kergja í sambandi Breta og Frakka og því gengur ekki vel leysa úr málum flóttamanna sem koma á bátum frá Frakklandi. Og það er nokkuð ljóst þrátt fyrir loforð, getur breska stjórnin ein ekki leyst sinn flóttamannavanda. Brexit gerir stjórninni erfiðara fyrir, það þarf samstarf í þessum efnum. En flóttamannamálið er aðeins eitt af fleiri Brexit-málum, sem breska stjórnin freistar leysa en gengur hægt. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.

Alþingi verður sett á morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er núverandi þingmaður sem á lengstan þingferil baki og sest því í stól þingforseta og stýrir þingsetningarfundi. Hún kemur í Spegilinn ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, Sjálfstæðisflokki. Kristján Sigurjónsson ræðir við þær í beinni útsendingu.

Birt

22. nóv. 2021

Aðgengilegt til

23. nóv. 2022
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.