Spegillinn

12. nóvember 2021.Enn hertar sóttvarnaaðgerðir og tannheilsa barna

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Marteinn Marteinsson.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir það séu vonbrigði aftur hafi þurft herða sóttvarnaraðgerðir. Nýjar takmarkanir taka gildi á miðnætti og gilda næstu þrjár vikurnar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra er hugsi yfir stöðunni og því séu svipaðar ráðstafanir uppi, þegar svo margir eru bólusettir og voru fyrir um ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir samstaða ríki um ráðstafanirnar en sjálfsögðu hafi verið skipst á skoðunum. Höskuldur Kári Schram tók saman.

Þrátt fyrir hertar aðgerðir er útlit fyrir jólatónleikar verði haldnir víðast hvar. Leiksýningar og menningarviðburðir falla ekki niður en gestir þurfa framvísa neikvæðu hraðprófi. Sigríður Beinteinsdóttir sönkona, ætlar halda tónleika á næstu vikum; minni hætta stafi af því fara á tónleika en fara út í búð. Bjarni Rúnarsson talaði við hana.

Ekki er ljóst hvenær loftlagsráðstefnnni í Glasgow lýkur en ráðgert var slíta henni núna klukkan sex. Ekki hefur náðst saman um samkomulagi loftslagsráðstefnunnar

Uber og önnur slík fólksflutningsfyrirtæki geta starfað hér á landi, verði svokallað leigubílafrumvarp samþykkt á komandi þingi, svo lengi sem þau uppfylla skilyrði laganna. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.

Skógarhögg í Amazon-regnskógunum var meira í október en á sama tíma fyrir ári þrátt fyrir loforð stjórnvalda um draga úr því. Þetta sést á gervihnattarmyndum brasilísku geimvísindastofnunarinnar. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá.

----------

Loftslagsvandinn er afleiðing nýlendustefnunnar og röskunar á tengslum fólks við landið. Þetta eru skilaboð ungrar konu, Ta'Kaiya Blaney, sem hóf upp raust sína ásamt nokkrum öðrum á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í dag. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman, Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Blaney.

Í byrjun mánaðar veittu stjórnvöld í Bretlandi leyfi fyrir lyfinu Molnipiravir gegn COVID-19 og von er á fyrstu skömmtum þess þangað fyrir mánaðamót. Miklar vonir eru bundnar við lyfið, það jafnvel sagt valda vatnaskilum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Lyfið er í töfluformi, inntakan og geymslan auðveldari en fyrir viðkvæm bóluefni sem sum hver þarf geyma í fimbulkulda. Rúna Hvannberg Hauksdóttir forstjóri Lyfjastofnunar segir það geti skipt miklu víða í heiminum, Anna

Næturdrykkja smábarna og aukin tortryggni foreldra gagnvart flúortannkremi er meðal þess sem sérfræðingar í barnatannlækningum telja ógna ta

Birt

12. nóv. 2021

Aðgengilegt til

13. nóv. 2022
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.