Spegillinn

4. nóvember 2021. Verður að herða sóttvarnaaðgerðir

Covid er komið á blússandi siglingu og óumflýjanlegt herða aðgerðir, segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Ríkisstjórnin fjallar um tillögur sóttvarnalæknis í fyrramálið. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hana.

Bretar hafa fyrstir þjóða heimilað notkun töflu sem draga á úr líkum þess veikjast af COVID-19. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunar- og orkumálaráðherra segir ekki standa á íslenskum stjórnvöldum framkvæma raunhæfar aðgerðir í loftslagsmálum en almenningur megi ekki sitja uppi með kostnaðinn. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir sagði frá.

Öll starfsemi Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ flyst annað um miðjan mánuðinn vegna myglu í skólahúsinu. Starfsemin verður á fimm stöðum út þetta skólaár. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.

Mögulega verður ríkisstjórn kynnt eftir rúma viku segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur.

Bilun á samfélagsmiðlum, sem orsakaði þeir lágu niðri í sex klukkustundir í síðasta mánuði, hafði almennt lítil áhrif á fólk - en þó mest á unga fólkið og minnst á kjósendur Miðflokksins. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.

-----------

Alma Möller, landlæknir telur stefna í örvunarskammta af covid-bóluefni fyrir fleiri en elsta hópinn, faraldurinn í línulegum vexti og um 2% þeirra sem smitast þurfi leggjast inn á sjúkrahús. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri segir ekki nóg framleiða meira af grænni orku, það þurfi líka hugsa framleiðsluferlið upp á nýtt. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við hana.

Í Noregi er beðið átekta með beita lokunum nýju vegna vaxandi smits af völdum covid-19, stefnan er þar núna láta smitið ganga og vona hið besta. Gísli Kristjánsson sagði frá.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir.

Tæknmaður: Markús Hjaltason

Birt

4. nóv. 2021

Aðgengilegt til

5. nóv. 2022
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.