Spegillinn

2. nóvember 2021 Bjartsýni í Glasgow

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir

Tæknimaður: Markús Hjaltason

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er bjartsýn á á loftslagsráðstefnunni í Glasgow sjáist breyting frá ráðstefnunni í París. Í Glasgow rætt um beinar aðgerðir en ekki aðeins markmið. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hana.

Yfir áttatíu þjóðir heita því draga úr losun metangass úr andrúmsloftinu um þrjátíu af hundraði á næstu níu árum. Aðgerðirnar eru sagðar kosta lítið sem ekkert. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri hjá Reykjavíkurborg á næsta ári. Auknar fjárfestingar eru fyrirhugaðar en skuldir aukast sömuleiðis. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman.

Knapi sem vikið var úr landsliði hestamanna um helgina segir stjórnarmenn Landssambands hestamannafélaga og forsvarsmenn landsliðsins hafa lengi vitað um dóm sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot árið 1994. Landsliðseinvaldur segist hafa vitað óljóst af málinu. Bjarni Rúnarsson sagði frá.

Mjólkursamsalan stendur árlega fyrir teiknisamkeppni fyrir fjórðubekkinga í grunnskólum landsins í tilefni alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Foreldrar hafa nokkrir gagnrýnt stórfyrirtæki fái slíkan aðgang börnum og einnig fullyrðingar um hollustu mjólkur sem þykja úreltar. Anna Þorbjörg Jónasdóttir ræddi við Eyrúnu Gísladóttur, móður og grænkera.

----------

Það virðast örlög afgönsku þjóðarinnar vera á stöðugum flótta. Margir þeirra sem sneru heim úr útlegð fyrir 20 árum, við fall Talíbanastjórnarinnar, flýja landið enn á ný, segir fréttaritari okkar í Kabúl. Jón Björgvinsson í Kabúl sagði frá.

Þing Norðurlandaráðs hófst í Kaupmannahöfn í gær í Kristjánsborgarhöll. Þar er rætt um hvaða lærdóm megi draga af kórónuveirukreppunni og hvernig efla megi samstarfið. Viðbrögð Norðurlandanna hvers um sig þegar brast á með faraldri þótti sýna fram á nokkra bresti, til dæmis þegar bætt var í takmarkanir á landamærum þeirra á milli og ríkin fóru hvert í sína áttina með ráðstafanir, segir Kristján Sveinsson sagnfræðingur.Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann.

Bretar og Frakkar hafa gert hlé á fiskirimmu sinni en deilan er ekki á enda. SIgrún Davíðsdóttir hefur fylgst með þeirri rimmu.

Birt

2. nóv. 2021

Aðgengilegt til

3. nóv. 2022
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.