Spegillinn

1. nóvember 2021, Loftfslagsráðstefna, afsögn formanns Eflingar

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðin gangi um náttúruna eins og klósett, knúin áfram af kolefnisfíkn. Ekki seinna vænna stinga niður fæti. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Það segir sitt margir leiðtogar heims mæta ekki á loftlagsráðstefnuna í Skotlandi. En það er skýr krafa ungu kynslóðarinnar árangri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Arnar Björnsson talaði við hana.

Átök í verkalýðshreyfingunni eru ekki af nálinni en afsögn formanns Eflingar er einsdæmi í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar, segir Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur sem ritað hefur sögu Alþýðusambands Íslands. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir talaði við hann.

Á um þriðjungi sveitabæja á Norðurlandi vestra er farsímasamband lélegt. Unnur Valborg Hilmarsdóttir er framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem skorar á stjórnvöld aftengja ekki síma í gegnum koparlínur fyrr en ráðin hefur verið bót á farsímasambandinu. Ágúst?Ólafsson talaði við hana.

Enn liggur ekki fyrir niðurstaða undirbúningsnefndar Alþingis um hvort vafaatriði við talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi kalli á breytingar. Þingmenn fengu greidd laun í dag og halda þeim hver sem niðurstaðan verður. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.

---

Loftslagsráðstefnan í Glasgow er formlega farin af stað. Óreiða einkenndi ráðstefnuvettvanginn í morgun og eftir hádegi fóru ráðamenn viðra stefnumálin. Arnhildur Hálfdánardóttir rýndi í hina margslungnu COP-ráðstefnu og ræddi við Tinnu Hallgrímsdóttur, umhverfissinna sem er á ráðstefnunni.

Morðið á sænska rapparanum Einár hefur vakið hörð viðbrögð í Svíþjóð en það er þó enda tónlistarmaðurinn rétt nýlega orðinn nítján ára gamall. Morðið er þó aðeins eitt af tuttugu og einu morði í skotárásum í Stokkhólmi það sem af er ári. Kári Gylfason segir frá.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Útsending fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Birt

1. nóv. 2021

Aðgengilegt til

2. nóv. 2022
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.