Spegillinn

29. október 2021 Lánsfjárskortur ekki lóðaskortur segir borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri þvertekur fyrir lóðaskortur í borginni hafi valdið samdrætti í uppbyggingu. Samdrátturinn stafi frekar af því bankarnir hafi hætt lána til byggingaframkvæmda í hitteðfyrra.

Landssamband eldri borgara segri það brjóta gegn stjórnarskrá ríkið skerði ellilífeyri, fái fólk greiðslur úr lífeyrissjóði, Ásrún Brynja Ingvarsdóttir tók saman. Haukur Holm ræddi við Helga Pétursson formann LEB og Flóka Ásgeirsson lögmann þess.

Meðaldilkurinn var talsvert þyngri í sláturhúsinu á Hvammstanga í ár en í fyrra og það þakkar sláturhússtjórinn sífellt betri árangri bænda við ræktun. Ágúst Ólafsson tók saman og ræddi við Davíð Gestsson, sláturhússtjóra.

Víkingaskipið sem rak mannlaust upp í fjöru á Álftanesi í morgun var dregið út á háflóði og til hafnar í Kópavogi. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá.

Síðan Miðgarðskirkja brann í Grímsey upp úr miðjum september hefur verið safnað til byggja nýja kirkju. Aðstoð hefur borist úr ýmsum áttum; sóknarnefnd Hallgrímskirkju ætlar leggja í kirkjubyggingu í eynni. Anna Þorbjörg Jónasdóttir talaði við Alfreð Garðarsson formann sóknarnefndar Miðgarðssóknar og Sigurð Árna Þóraðrson Hallgrímskirkjuprest.

Hefja á gjaldtöku fyrir bílastæði í miðbæ Akureyrar um áramót, í 15 ár hafa menn bara notað þar bílastæðaklukkur. Óðin Svan Óðinsson sagði frá og talaði við Andra Teitsson formann umhverfis- og skipulagsnefndar Akureyrarbæjar.

-------

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst á sunnudag í Glasgow á Skotlandi. Ragnhildur Thorlacius fer yfir verkefni fundarmanna.

Afstaða fólks til þess hvort varsla á neysluskömmtum fíkniefna skuli gerð refsilaus hefur breyst. Meirihluti aðspurðra var því fylgjandi í könnun sem gerð var í ár og var það í fyrsta sinn. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Helga Gunnlaugsson prófessor við Háskóla Íslands.

Það eru enn óafgreidd Brexit-mál milli Breta og Evrópusambandsins og fiskveiðideilur Frakka og Breta eru angi þeirra deilna. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir

Birt

29. okt. 2021

Aðgengilegt til

30. okt. 2022
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.